Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slegið á Ásbrú 11. október
Þriðjudagur 11. október 2011 kl. 10:09

Slegið á Ásbrú 11. október

Þó svo haustið sé komið fyrir alvöru, haustlaufin fallin og skafa þurfi af bílrúðum snemma á morgnana, þá er ennþá verið í sumarstörfum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Í morgun mátti sjá mann við slátt í Skógarhlíð ofan við nýjar höfuðstöðvar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Það er ekki algengt að slegið sé 11. október og engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna verið sé að slá á þessum árstíma.

VFmyndir/hilmarbragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024