Slátur fær 100.000 krónur í Garði
SLÁTUR, Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík hafa hlotið 100.000 króna styrk vegna tónlistarviku í Garði 19. – 25. júní nk. Það er Sveitarfélagið Garður sem veitir styrkinn.
„Bæjarráð Garðs fagnar því að listamenn í auknu mæli sjá þau tækifæri sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða til hverskonar tónleikahalds og listsköpunar. Garðurinn undir forystu D-listans að skapa sér nafn sem ákjósanlegt umhverfi listsköpunar með markvissi samvinnu bæjaryfirvalda og listafólks,“ segir í fundargerð bæjarráðs Garðs og er styrkveitingin samþykkt samhljóða.