Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sláttur hafinn í Grindavík
Miðvikudagur 22. júní 2005 kl. 18:25

Sláttur hafinn í Grindavík

Sláttur er nú hafinn í Grindavík og er það væntanlega með fyrstu sláttum á landinu.  Veðrið hér á Suðurnesjum hefur verið harla gott það sem af er sumri og hjálpar það til við grassprettu þó að helst hafi vantað rigningu.  Ómar Ólafsson fjárbóndi í Grindavík sagðist vera nokkuð ánægður með að geta byrjað þetta snemma og reiknaði með að hirða heyið á fimmtudag eða föstudag.  Fjölmargir Grindvíkingar halda fé í mismiklu magni þó en alls mun vera um 1000 fjár á Suðurnesjum.

Texti og mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024