Slátrun hafin í Helguvík
Silungur hf. byrjaði laxaslátrun í Helguvík sl. þriðjudag en fyrirtækið er með sjö eldiskvíar undir Stapanum. Silungur hf. hóf starfsemi sína í Ölfusi 1990 og fluttist á Vatnsleysuströnd tveimur árum síðar í gömlu Lindarlax stöðina. Eigendur fyrirtækisins eru Húsasmiðjubræður, bræðurnir Jónatan og Þórður Þórðarsynir og fjölskyldur þeirra.Hagkvæmara að slátra á landi„Við settum út 100 þúsund seiði í ár og erum með u.þ.b. 70 tonn í hverri kví. Við ætlum að draga kvínar frá Stapa og inní Helguvík og slátra þar á höfninni, en það er mun hagkvæmari kostur en að slátra um borð í bátum“, segir Jónatan en bætir við að slátrunin nk. þriðjudag sé bara prufuslátrun þar sem mannskapurinn þurfi að venjast handtökunum. „Ætli tökum því bara ekki rólega til að byrja með og slátrum svona 5-7 tonnum.“Úr 50 í 1500 tonn á áriÞegar fiskinum hefur verið slátrað er hann verkaður og fluttur á erlenda markaði, aðallega til Ameríku. Viðskiptin ganga vel en að sögn Jónatans byrjuðu þeir á að slátra um 50 tonnum á ári en eru nú komnir uppí 1500 tonn og starfsmenn eru um 24, en þeim fer fjölgandi samhliða stækkun fyrirtækisins.„Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og við höfum hugsað okkur að stækka á næstunni. Við höfum leyfi fyrir 300 þúsund seiðum og ætlum að nýta okkur þann kvóta á næsta ári. Við ætlum líka að festa kaup á stærri kvíum sem þola betur úthafsölduna. Þessar kvíar sem við erum með núna hafa staði sig ágætlega en við viljum vera tryggari.“