Slasaður sjómaður sóttur suðvestur af Reykjanesi
Sjómaður um borð í íslenskum togara slasaðist við vinnu þar um borð laust fyrir miðnætti, þegar togarinn var staddur rúmlega 50 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, og var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti hann.
Þungur sjór var á vettavangi, myrkur og gekk á með éljum þannig að björgunarskip Landsbjargar í Grindavík var sett í viðbragðsstöðu og þyrluáhöfn var kölluð á bakvakt.
Allt gekk þó að óskum og lenti þyrlan með hinn slasaða á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan tvö í nótt, þaðan sem sjómanninum var ekið í sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans.
Vísir.is