Slasaðist við vinnu á Reykjanesi
Stjórnandi byggingarkrana við Reykjanesvirkjun féll um 1.6 metra er hann var að lagfæra fyrir utan stjórnhús kranans fyrir hádegi í gær. Maðurinn var fluttur á HSS og þaðan á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi til nánari athugunar. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður.
Tvö ölvunarútköll komu til kasta lögreglu í gærdag, en auk þeirra voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á Reykjanesbraut og hinn á Njarðarbraut.