Slasaðist þegar brot kom á bátinn
Sóley Sigurjóns KE-200 kom til Sandgerðis um kl. 3 í nótt með slasaðan sjómann. Um miðnætti kom brot á skipið og kastaðist skipsverjinn til með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á gagnauga og kenndi til eymsla í baki. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.