Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 5. janúar 2004 kl. 08:34

Slasaðist illa á báðum fótum

Sjómaður á netabáti slasaðist illa á fótum er skipið var að veiðum 5 mílur undan Garðskaga í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti manninn og flutti hann á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss - í Fossvogi í Reykjavík. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.
Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 22:04 í gærkvöldi. Þyrluáhöfn var kölluð út með bráðaútkalli og fór TF-LÍF í loftið 27 mínútum síðar eða kl. 22:31. Búið var að hífa sjómanninn um borð í þyrluna kl. 23:26 og lenti TF-LÍF við Landspítalann í Fossvogi kl. 23:38.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024