Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slasaðist í 15 metra hæð í byggingakrana
Fimmtudagur 15. nóvember 2012 kl. 09:46

Slasaðist í 15 metra hæð í byggingakrana

Slösuðum manni var bjargað við erfiðar aðstæður úr 15 metra hæð úr í byggingakrana í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Unnið var að því að hækka byggingakranann þegar maðurinn klemmdist milli eininga uppi í krananum.

Tveir sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja fóru upp í kranann til hans og tryggðu öryggi hins slasaða. Þá var slökkviliðsmaður hífður upp með körfubíl slökkviliðsins og sótti hinn slasaða.

Maðurinn var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan á slysadeild í Reykjavík. Maðurinn reyndist ekki eins alvarlega meiddur og óttast var í fyrstu.

Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi slyssins í gærkvöldi þegar maðurinn var kominn í körfu körfubíls slökkviliðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024