Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 7. september 2003 kl. 01:25

Slasaðist eftir árekstur við ljósastaur

Kl. 20:47 sl. mánudagskvöld var tilkynnt að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Fitjum í Njarðvík við Stekk þar sem ekið er inn að bensínstöðinni.  Lögreglan fór á staðinn.  Í ljós kom að ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, hafði slasast nokkuð við óhappið og var hann fluttur á HSS til aðhlynningar.Bifreiðin skemmdist þó nokkuð og skemmdir urðu einnig á ljósastaurnum.
Skömmu fyrir hádegi daginn eftir var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar. Var þetta harður árekstur þriggja bifreiða og verulegar skemmdir á ökutækjum en minniháttar meiðsl á fólki. Dráttrbifreið þurfti til að fjarlægja bifreiðarnar og slökkvibifreið var fengin til að hreinsa upp bensín sem lekið hafði úr bifreiðunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024