Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slasaðist á höfði
Laugardagur 18. desember 2004 kl. 16:14

Slasaðist á höfði

Kona slasaðist á höfði er hún féll við á veitingastað við Hafnargötu í nótt. Hún var flutt á sjúkrahúsið í Keflavík þar sem gert var að meiðslum hennar.

Þá varð umferðaróhapp á mótum Heiðarbergs og Hringbrautar í Keflavík. Einn aðili var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunar.

Að lokum voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á mótum Kirkjuvegar og Vesturgötu, Vatnsnesvegi og Hrannargötu, Faxabraut og Hringbraut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024