Slapp vel úr veltu á Brautinni
Mikil mildi þykir að ekki fór ver þegar ökumaður jeppabifreiðar slapp lítið meiddur eftir að bíll hans fór út af Reykjanesbraut á Strandarheiði rétt fyrir kl. sjö í gærkvöldi. Bíllinn fór á milli akbrauta á tvöfölduninni og var mjög illa farinn þegar lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið komu á vettvang.
Beita þurfti klippum við að ná manninum út úr bílnum, en hann reyndist þrátt fyrir allt lítið slasaður og var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús til frekari rannsókna. Bíllinn er gjörónýtur.
VF-myndir/Þorgils