Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Slapp vel eftir bílveltu
Föstudagur 28. desember 2007 kl. 09:57

Slapp vel eftir bílveltu

Bifreið hafnaði utan vegar á Reykjanesbraut, rétt vestan við Vatnsleysustrandarveg, um kl. 23.30 í gærkvöldi. Bíllinn fór nokkrar veltur áður en hann staðnæmdist og var ökumaður, sem var einn í bílnum fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús í Reykjavík. Þar komst maðurinn, sem er 23ja ára, til meðvitundar og í ljós kom þá að meiðsl hans voru ekki jafn alvarleg og fyrst virtist.

Að sögn lögreglu er enn óljóst af hverju maðurinn missti bílinn út af veginum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024