Slapp ómeiddur úr vinnuvélaslysi
Vinnuslys átti sér stað á Austurvegi í Grindavík í gærdag þar sem skurðgrafa hafði oltið. Lögregla og vinnueftirlit fóru á staðinn. Gröfumaðurinn hafði ekki slasast. Skurðgrafan hafði oltið á aðra hliðina þar sem gröfunni var ekið eftir vegaröxlinni.
Um fimmleytið var tilkynnt um lausan hund á Hátúni í Keflavík. Lögreglan fór á staðinn og var farið með hundinn í geymslu á Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Hundurinn er skosk-íslenskur, svartur og hvítur.






