Slapp með verk í hálsi
Ökumaður bifreiðar sem valt á Stapabraut í Innri Njarðvík í kvöld slapp með verk í hálsi úr slysinu. Hann hafði verið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hafa verið skoðaður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Óttast var um innvortis áverka.
Ökumaðurinn sagðist í samtali við Víkurfréttir í kvöld vera heill heilsu og sagðist jafnframt sjá eftir því sem hafi átt sér stað. Tveir bílar voru í kappakstri þar sem veltan átti sér stað, en ökumennirnir voru 17 og 18 ára gamlir.