Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 11. október 2000 kl. 11:11

Slapp ekki undan réttvísinni

Bílvelta varð við Grindavíkurveg sl. sunnudagsmorgun. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Vitað var hver hafði ekið bílnum og fór lögreglan því heim til mannsins. Þegar að var komið var maðurinn að reyna að komast inn heima hjá sér. Farið var með hann á lögreglustöðina í Keflavík og hann vistaður í fangageymslu þar sem ekki var hægt að yfirheyra hann vegna ölvunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024