Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slagsmál og ólæti meðal unglinga um helgina
Mánudagur 20. október 2003 kl. 08:46

Slagsmál og ólæti meðal unglinga um helgina

Rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld barst lögreglunni í Keflavík tilkynning um slagsmál og ólæti unglinga við Tjarnargötu, rétt við skrúðgarðinn. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að 16 ára piltur hafi komið á lögreglustöðina og kært líkamsárás sem átti sér stað á Kirkjuvegi um kl. 23. Lögreglumenn fóru á staðinn og voru þar nokkrir tugir ungmenna og var talsverður fjöldi þeirra undir aldri. Í dagbókinni kemur fram að einhver ölvun hafi verið meðal unglinganna og voru tíu ungmenni færð á lögreglustöð þar sem samband var haft við foreldra og þeir beðnir um að ná í börn sín.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024