Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slagsmál í flugvél á Keflavíkurflugvelli
Laugardagur 5. október 2013 kl. 11:57

Slagsmál í flugvél á Keflavíkurflugvelli

Óskað var aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum í gær vegna óláta í farþega í flugvél á Keflavíkurflugvelli. Flugvélin, Boeing 747 frá Flugfélaginu Lufthansa hafði beðið um neyðarlendingu á Keflavíkurflugvelli vegna veiks farþega.

Þegar vélin lenti fór einn farþeganna, kona á fimmtugsaldri, að láta illa og slóst meðal annars við förunaut sinn, karlmann um fimmtugt. Flugstjórinn tók þá ákvörðun að vísa þeim báðum úr vélinni og voru þau færð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem öryggisverðir tóku við þeim og fóru með þau í töskusal.

Eins og sjá má á myndinni er vélin engin smásmíði t.d. samanborið við sjúkrabílinn.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024