Slagsmál á sigurhátíð! Maður sleginn með glasi
Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í tengslum við sigurhátíð Keflvíkinga í Stapa í nótt. Þar var maður sleginn með glasi í höfuðið og hlaut minni háttar áverka af. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en sökudólgurinn fékk að dúsa í fangageymslum lögreglunnar í nótt.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af þremur öðrum slagsmálum á dansleiknum auk þess sem einn ökumaður var grunaður um ölvunarakstur.