Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slagsmál á Hafnargötu
Laugardagur 30. desember 2006 kl. 11:44

Slagsmál á Hafnargötu

Lögregla í Keflavík þurfti snemma í morgun að hafa afskipti af nokkrum aðilum á Hafnargötu vegna slagsmála. Náðu laganna verðir að leysa slagsmálin upp áður en þau urðu alvarleg.
Í nótt stöðvaði lögregla bifreið í Sandgerði en ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður var handtekinn og færður á lögreglustöðina í Keflavík.
Snemma morguns þurfti lögregla að hafa afskipti af ölvuðum ungum manni á Ægisgötu í Keflavík. Hafði hann hótað að henda sér í sjóinn. Var maðurinn vistaður í fangahúsi þar til áfengisvíman rann af honum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024