Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slæmt veðurútlit á morgun
Fimmtudagur 7. febrúar 2008 kl. 17:36

Slæmt veðurútlit á morgun

Mikil óánægja ríkir með ástandið á Reykjanesbraut sem hefur lokast í óveðrum í vetur en það hefur skapast í kringum þær þrengingar sem eru við Voga, Grindavíkurafleggjara og við Innri Njarðvík. Öryggi fólks er í hættu og Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut segir að Vegagerðin verði að koma að málinu strax og gera ráðstafanir, að minnsta kosti til bráðabirgða á meðan beðið er eftir útkomu úr nýju útboði.

„Þetta er auðvitað skelfileg staða þegar Reykjanesbrautin er lokuð ítrekað vegna veðurs og ástæðan eingöngu tafir á framkvæmdum en viðskilnaður framkvæmdaraðila á brautinni er eina ástæða ástandsins eins og í dag. Ef þessi staða kallar ekki á séraðgerðir hjá Vegagerðinni þá veit ég ekki hvaða aðstæður aðrar það ættu að vera. Það er ljóst að snjó skefur og sest í skafla eingöngu þar sem framkvæmdir voru í gangi, þrengingar eru og skiptingar á milli akbrauta er um að ræða. Það er ljóst að Vegagerðin verður að taka stöðuna út og bregast þannig við með auka framkvæmdum svo að ástandið eins og í dag geti ekki orðið aftur. Bílar sitja fastir á þessum umræddu stöðum og stöðva aðra umferð m.a. flugumferð þannig að allt situr fast.

Auðvitað er maður svekktur yfir því að ekki skuli hafa náðst samningar við undirverktaka og lögðum við í áhugahópnum sérstaka áherslu á þessa samninga fyrir nokkrum vikum. En niðurstaðan úr þeim viðræðum liggja fyrir og því er ekkert annað í stöðinni en að bregast við og taka til hendi að forða hættum og lagafæra framkvæmdastaði þannig að eðlileg umferð geti komist þar um. Ég trúi ekki öðru en fulltrúar Vegagerðarinnar komi strax með áætlun, sem þeir þá kynna opinberlega, í beinu framhaldi af viðburðum dagsins,“ sagði Steinþór.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Svona var umhorfs við eina þrenginguna á Reykjanesbrautinni í morgun.