Slæmt veður hefur áhrif á skjálftamælingar
Jarðskjálftavirkni síðustu daga hefur verið mjög svipuð milli daga. Flestir eru staðsettir í kringum miðbik kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember.
Frá miðnætti hafa mælst um þrettán skjálftar, en mjög slæmt veður er á svæðinu sem útskýrir mun færri skjálfta en dagana á undan.
Í gær mældust um sjötíu skjálftar við ganginn.