Slæmt veður á morgun
- Skafrenningur og hvassviðri
Veðurstofan spáir slæmu veðri á morgun, þriðjudag. Reiknað er með vaxandi austanátt í nótt, 18-25 metrum á sekúndu og snjókomu eða skafrenningi undir hádegi á morgun, hvassast við ströndina. Gert er ráð fyrir mjög hvössum vindhviðum við fjöll en það lægir og rofar til annað kvöld. Frost verður 1 til 10 stig, en hlánar við ströndina á morgun.