Slæmt veður á loðnumiðunum
Slæmt veður er á loðnumiðunum i Faxaflóa og þar eru aðeins þrjú skip þessa stundina segir á visir.is. Ekki er ljóst hvort þau hafa eithvað getað veitt, eða hvort þau eru að bíða eftir að veður skáni.
Nú styttist óðfluga í að vertíðinni ljúki og ef veður skánar ekki þannig að hægt verði að veiða í nokkra daga, er útlit fyrir að skipin nái ekki að klára kvótann á þessari vertíð. Þó hefur tvívegis verið aukið við hann eftir að vertíðin hófst.