Slæmt atvinnuástand á Suðurnesjum
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir að atvinnuástandið sé langverst á Suðurnesjum og hafi farið langt fram úr því sem menn óttuðust. Á fimmta hundrað manns eru atvinnulausir og meirihlutinn konur. Hann óttast að hrinan sé ekki afstaðin og kallar eftir aðgerðum hjá sveitarfélaginu og aðilum vinnumarkaðarins. Könnun Samtaka atvinnulífsins í desember leiðir í ljós að atvinnurekendur telja að segja þurfi upp 1,5% allra starfsmanna sinna. Það jafngildir því að 1.900 manns missi vinnuna.
Fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu eru svartsýnust og áforma að segja upp 4 af hverjum 100 starfsmönnum. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að verkalýðsforystan sé mjög uggandi yfir vaxandi atvinnuleysi en framkvæmdastjórn sambandsins hélt fund í dag.
Atvinnuleysi er 4,2% á Suðurnesjum. Hátt á fimmta hundrað er án atvinnu. Þá var 30 konum sagt upp í Hagkaupum í Njarðvík í gær þar sem áformað er að loka versluninni. Kristján Gunnarsson segir að mest sé atvinnuleysi hjá fiskvinnslufólki og eins í þjónustugreinunum. Hann segir að um 180 manns hafi verið atvinnulausir á sama tíma í fyrra. Hann segir að það setji að sér hroll við þessi tíðindi frá vinnuveitendum og kallar eftir samræmdum aðgerðum. Þetta minni um margt á aðdraganda atvinnuleysisins í kringum 1990 sem kom hart niður á Suðurnesjum. Hann segir að verkalýðsforystan hafi sent viðvörun í ágúst en ekki fengið nein viðbrögð enn sem komið er.
Frétt af www.ruv.is
Fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu eru svartsýnust og áforma að segja upp 4 af hverjum 100 starfsmönnum. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að verkalýðsforystan sé mjög uggandi yfir vaxandi atvinnuleysi en framkvæmdastjórn sambandsins hélt fund í dag.
Atvinnuleysi er 4,2% á Suðurnesjum. Hátt á fimmta hundrað er án atvinnu. Þá var 30 konum sagt upp í Hagkaupum í Njarðvík í gær þar sem áformað er að loka versluninni. Kristján Gunnarsson segir að mest sé atvinnuleysi hjá fiskvinnslufólki og eins í þjónustugreinunum. Hann segir að um 180 manns hafi verið atvinnulausir á sama tíma í fyrra. Hann segir að það setji að sér hroll við þessi tíðindi frá vinnuveitendum og kallar eftir samræmdum aðgerðum. Þetta minni um margt á aðdraganda atvinnuleysisins í kringum 1990 sem kom hart niður á Suðurnesjum. Hann segir að verkalýðsforystan hafi sent viðvörun í ágúst en ekki fengið nein viðbrögð enn sem komið er.
Frétt af www.ruv.is