Slæmt aðgengi fatlaðra að Sýslumannsembættinu í Keflavík
Byggingafulltrúi skoðar að-gengi fatlaðra hjá sýslumanniByggingafulltrúa Reykjanesbæjar hefur verið falið að skoða aðgengi fatlaðra að húsnæði Sýslumannsembættisins í Keflavík. Þetta var ákveðið á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 27. janúar s.l. Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar tóku málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.Jóhann Geirdal (J), bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar, sagðist fagna því að þessi mál yrðu loksins skoðuð. Hann sagði að aðgengi fatlaðra að umræddri stofnun væri hrikalegt og það væri háalvarlegt mál þar sem fatlaðir þyrftu að sjálfsögðu að eiga þar greiðan aðgang eins og aðrir íbúar bæjarfélagsins. Jóhann varpaði einnig fram þeirri spurningu hver eftirlits- og ábyrgðarþáttur sveitarfélagsins væri í svona málum.Ellert Eiríksson (D) sagði að sveitarfélagið væri að sjálfsögðu ábyrgt fyrir því að aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins væri viðunandi. Hann benti á að í gegnum árin hefði sýslumannsembættið borið fyrir sig að hafa ekki fjárveitingu fyrir að laga aðgengi fatlaðra. Ellert sagði að nú væri Skipulags- og byggingarnefnd farin að vinna í málinu og eðlilegur gangur málsins væri sá að nefndin myndi gefa stofnuninni frest til lagfæringa, síðan væri farið að beita dagsektum ef ekkert yrði að gert og að lokum myndi sveitarfélagið láta framkvæma nauðsynlegar breytingar á kostnað sýslumannsembættisins.