Slæm staða í hálfleik
Fyrri hálfleikur er að baki og sá síðari, þegar hafinn hjá bæjarstjórn þeirri er kjörinn var í kosningunum hér í Reykjanesbæ fyrir tveimur árum. Það er því ástæða til að skoða sviðið og stöðu mála á þeim tímamótum. Í hálfleik er það venjan að leikmenn og þjálfarar setjist niður til að meta stöðuna og leggja á ráðin. Meirihlutafulltrúar sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sitja sennilega hnípnir í sínum búningsklefa; eru undir í leiknum, með nokkur gul spjöld á bakinu og fá sóknarfæri sýnileg í síðari hálfleik.Í hinum klefanum erum við jafnaðarmenn - minnihluti bæjarstjórnar. Við erum glaðbeittir og ráðum við ráðum okkar og hlökkum til þess tíma að úrslit ráðist - næstu kosningar fara fram. Erum sannfærðir um að okkar vígstaða er sterk. Höfum bent á það sem miður hefur farið við stjórn bæjarins og reynt að ástunda málefnalega stjórnarandstöðu og um leið uppbyggilega. Því miður hefur meirihluti bæjarstjórnar skellt við skollaeyrum og því sigið á ógæfuhliðina.RÁÐA EKKI VIÐ FJÁRMÁLINMeirihlutanum hefur gjörsamlega mistekist við fjármálastjórn bæjarfélagsins. Á síðasta heila árinu, árinu 1999, jukust skuldir um 25%; fóru úr 216 þúsund krónum á hvert mannsbarn í Reykjanesbæ í 270 þúsund krónur. Það munar um minna. Heildarskuldir orðnar tæpir þrír milljaðar króna. Og þetta allt er án fjárhagsskuldbindinga við knattspyrnuhúsið, en fullgreitt í lok samningstíma verður búið að greiða 900 milljónir króna.Það er ekki að undra að meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar fengju gula spjaldið frá félagsmálaráðuneytinu vegna þessara afleitu stöðu. Framsóknarráðherrann þar á bæ, sá að við svo búið mætti ekki standa og hvatti flokkssystkini sín og þá sjálfstæðismenn til aðgæslu við meðferð fjár í Reykjanesbæ. Það virðist hins vegar sem sú áminning hafi lítið gagn gert.MIKILL LÓÐASKORTURMaður skyldi ætla að mitt í góðærinu og þenslunni í samfélaginu, væri sóknarhugur í meirihlutanum og ný byggðahverfi þytu upp eins og gorkúlur; eins og gerist á höfuðborgarsvæðinu. En það er öðru nær. Alger lóðaskortur hefur verið og enginn möguleiki verið á því að mæta mikill eftirspurn eftir íbúðarlóðum. Þegar síðan undirritaður lagði fram tillögu, þar sem ráð var fyrir því gert að ráðist yrði í hvelli í deiliskipulagningu nýrrar 2000 manna byggðar í innri Njarðvík, þá var stórhugurinn svo mikill í meirihlutanum, að hann vísaði tillögunni frá!! Og áfram mega bæjarbúar og aðrir þeir sem hingað vilja flytja búa við algert úrræðaleysi og engin svör af hálfu meirihlutans, þegar spurt er um lóðir undir íbúðir í Reykjanesbæ.Það væri eftir seinheppninni og stórnleysinu hjá þessum meirihluta helmingaskiptaflokkanna, að loks yrði framboð á lóðum, þegar þenslunni linnti og eftirspurn drægist saman. Það væri í samræmi við annað - því miður.ÓÁNÆGJALEIKSKÓLAKENNARAÞað er órói meðal starfsfólks bæjarsins. Þannig hafa 26 leikskólakennarar bæjarins sagt upp starfi, vegna viðhorfs bæjarstjórnarmeirihlutans til starfa þeirra og eðlilegra óska um lagfæringu á kjörum. Allt frá í október síðastliðnum hafa leikskólakennarar haldið uppi sjónarmiðum sínum, bæjarstjórnarmeirihlutinn dregið þá á svörum og haldið þeim í algerri óvissu. Langlundargeð þessara ágætu og mikilvægu starfsmanna bæjarins er eðlilega á þrotum. Að óbreyttu fer allt í harðan hnút með alvarlegum afleiðingum fyrir alla - starfsmennina, leikskólabörnin og foreldra þeirra.Hvað er meirihlutinn að hugsa? Annað gult spjalt á meirihlutann. Við jafnaðarmenn viljum leiða þessi mál til lykta á sanngjarnan hátt. Til þess eru leiðir, en til að ná lendingu þarf að ræða málin í botn og leita lausna. Það hefur ekki verið gert.EKKI SKAPA VONIR OG VÆNTINGAR Í nýlegri grein í Víkurfréttum varði Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins miklu plássi í að skilgreina þjónustu, þjónustustig og væntingar. Þar komst bæjarfulltrúinn að þessari merku niðurstöðu!:”Óánægja viðskiptavina (bæjarbúa) verður fyrst til þegar þeir reikna með meiri eða betri þjónustu en þeir fá. Því er mikilvægt að skapa ekki meiri væntingar en stendur til að uppfylla....”Það var og. Nú þegar hálfleikur er að baki og bæjarfulltrúum meirihlutans er ljóst að kosningaloforðin eru fokin út í veður og vind. Hann stóð ekki undir væntingum bæjarbúa í fyrri hálfleik. Og þá á að skipta um taktík í síðari hálfleik. Nú á að passa það að skapa ekki væntingar hjá bæjarbúum, þannig þeir verði ekki fyrir vonbrigðum! Metnaðargjörn framtíðarsýn - eða hitt þó heldur.RAUÐA SPJALDIÐÁ NÆSTA LEYTIEitt var þó rétt í grein bæjarfulltrúans. Það var þegar hann komst að þeirri merku niðurstöðu að í kosningunum eftir tvö ár munu kjósendur fá tækifæri til að láta ánægju sína eða óánægju í ljós með störf núverandi meirihluta. Og víst er það, að fjölmargir bæjarbúar geta tæpast beðið þess dags, að nýjar kosningar fari fram og tækifæri gefist á því að hvíla þennan þreytta meirihluta.Það er öllum hugsandi mönnum ljóst að fyrri hálfleikur var afleitur hjá meirihlutanum. Nokkur gul spjöld á bakinu og vindurinn í fangið - og nokkrum mörkum undir. Bjarni Fel myndi sennilega lýsa þessu þannig:„Það er næsta víst, að síðari hálfleikur verður meirihlutanum erfiðari en sá fyrri. Leikmenn eru þreyttir, sumir meiddir, aðrir eiga stutt í rauða spjaldið og sóknarfærin nánast engin. Þetta er tapaður leikur fyrir framsóknaríhaldið- það er næsta víst.”Það munu bæjarbúar í Reykjanesbæ tryggja í kosningum að tveimur árum liðnum og stuðla þannig að sigri jafnaðarmanna - sigri fyrir Reykjanesbæ.Ólafur ThordersenbæjarfulltrúiSamfylkingarinnar.