Slæm staða afrekssjóðs
Staða afreks- og styrktarsjóðs er slæm og Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar, TÍR, telur nauðsynlegt að vinnureglur hans verði endurskoðaðar. Ráðið hefur einnig óskað eftir aðstoð bæjarsjóðs við að rétta af fjárhag körfuknattleiksdeilda UMFN og Keflavíkur.Í fjárhagsáætlun Reykjanebæjar 2000 er gert ráð fyrir tæpum fimm millj. kr. í afreks- og styrktarsjóð íþróttamanna. Þar af er gert ráð fyrir að ein millj. fari í að greiða hluta af kostnaði sem varð vegna þátttöku ÍRB liðsins í Evrópukeppninni í körfuknattleik á síðasta ári. Tómstunda- og íþróttaráð segir ljóst að þær tæpu 4 millj. sem eftir standa dugi ekki til að standa straum af árlegum úthlutunum og landsliðsstyrkjum, ef miðað er við framlög úr sjóðnum á undanförnum árum. Ráðið hyggst því endurskoða vinnureglur sjóðsins í samráði við ÍRB.Einnig hefur komið í ljóst að gjöld umfram tekjur hjá körfuknattleiksdeildum UMFN og Keflavíkur eru tæpar 1,5 millj. kr. Eins og staða sjóðsins er í dag telur TÍR sig ekki geta aðstoðað deildirnar við að ná endum saman og óskar því eftir aðstoð bæjaryfirvalda til að hægt verði að ganga frá þessu máli.