Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 20. janúar 2002 kl. 11:51

„Slæm ósk“ skrifuð á spegil í Leifsstöð

Skilaboð voru skrifuð á spegil á karlasalerni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar seint í gærkvöldi, eftir að farþegar bresku vélarnar voru komnir inn í flugstöðina. Þar stóð: "Slæm ósk" og var það rispað á spegilinn með einhverju oddhvössu. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Ekki er vitað hver skrifaði á spegilinn í Leifsstöð.Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli sagði að öll framkvæmd við móttöku þotunnar á Keflavíkurflugvelli hafi gengið mjög vel og samkvæmt áætlun. Farþegarnir hafi allir verið mjög rólegir og yfirvegaðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024