Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slabbdagur í dag
Mánudagur 9. febrúar 2004 kl. 08:26

Slabbdagur í dag

Klukkan 6 var suðaustan og austanátt, víða 10-15 m/s um vestanvert landið, en annars hægari suðlæg eða breytileg átt. Skýjað um land allt og dálítil rigning eða slydda vestantil. Hlýjast var 5 stiga hiti í Stykkishólmi, en kaldast 8 stiga frost á Egilsstöðum.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun:
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða suðvestan- og vestanlands.

Suðaustan 13-18 m/s og rigning eða slydda sunnan- og vestanlands í dag, en allt að 25 m/s í vindstrengjum við fjöll. Mun hægari og þurrt norðaustan- og austanlands. Lægir vestantil á landinu í kvöld, en dálítil rigning austanlands. Hlýnandi og hiti víða 0 til 7 stig þegar kemur fram á daginn, en vægt frost norðaustanlands fram til kvölds. Sunnan og suðvestan 5-10 m/s í fyrramálið og rigning eða súld, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hvessir heldur síðdegis á morgun. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024