Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýstrókur hrærði í Grindvíkingum
Mánudagur 12. júlí 2010 kl. 12:12

Skýstrókur hrærði í Grindvíkingum

Kylfingar í Golfklúbbi Grindavíkur tóku eftir óvenjulegri sjón á laugardaginn í lokahringum í meistaramóti klúbbsins. Rétt frá 13. teig vallarins mátti sjá skýstrók sem teygði sig niður úr skýjunum og að jörðu. Frá þessu er greint á vef okkar, kylfingur.is

Það er ekki oft sem kylfingar í Grindavík fá að líta skýstrók enda er jafnan nokkur vindur suður með sjó. Að þessu sinni var þó nánast logn. Skýstrókar myndast í óstöðugu lofti, þegar hlýtt loft er undir köldu lofti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skýstrókar geta bæði myndast yfir landi og sjó en lifa oftast ekki nema í nokkrar mínútur. Skýstrókar hafa myndast á Íslandi nokkrum sinnum áður svo vitað sé, en það er afar sjaldgæft samkvæmt vísindavefnum.

Mynd/Páll Erlingsson: Hér má sjá skýstrókinn frá klúbbhúsi GG.