Skýrslugerð í hávaða og ryki
	Á meðfylgjandi mynd sést lögreglumaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vinna að skýrslugerð með heyrnarhlífar fyrir eyrunum. Þar sem heyrnarhlífar eru ekki hluti af hefðbundnum útbúnaði lögreglumanna þykir lögreglunni myndin eilítið skondin en myndin er birt á fésbókarsíðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum nú nýverið.
	
	Skýringin á notkun heyrnarhlífanna er sú að framkvæmdir eru á fullu í flugstöðinni með tilheyrandi hávaða. Þegar yfir lýkur í sumar mun flæðið um flugstöðina verða stórbætt og aðstaða fyrir farþega og starfsfólk einnig.
	
	Alvöru menn láta auðvitað ekki hávaða og ryk slá sig út af laginu, segir í texta með myndinni.
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				