SKÝJAKLÚFUR Í KEFLAVÍK
Skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar hafnaði umsókn Húsaness ehf. um að fá úthlutað lóðunum Framnesvegur 20 og 22 til að byggja allt að 10 hæða fjölbýlishús. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar þann 18. nóvember s.l. á grundvelli þess að núverandi deiliskipulag geri ekki ráð fyrir svo hárri byggingu.Halldór Ragnarsson, eigandi Húsaness ehf., sagðist ætla að hafa samband við skipulagsyfirvöld á næstu dögum og ræða við þau um breytt deiliskipulag. Hann sagðist jafnframt hafa fulla trú á að málið yrði rætt í bæjarstjórn á næstunni og tekið til endurskoðunar. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um hvort reisa eigi háhýsi í Reykjnesbæ en það eru margir sem vilja háhýsi og lyfta þar með byggðinni aðeins uppúr flatneskjunni“, sagði Halldór.