Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 22. október 1999 kl. 00:03

SKÝJAKLÚFUR Í GRINDAVÍK

Atvinna í Grindavík er næg og fjölbreytt, sérstaklega í tengslum við ferðamennsku og þjónustu tengda sjávarútvegi. Þetta góða atvinnuástand hefur skapað mikla eftirspurn eftir húsnæði auk þess sem lóðir og gatnagerðargjöld er mun ódýrari en í nágranna sveitarfélögunum. Nýlega var Jónasi I. Ragnarssyni úthlutað lóð undir fjölbýlishús, sem verður allt að níu hæðir eða um 20 íbúðir. Með þessari úthlutun, auk 20 annarra lóðaúthlutana undir einbýlishús, er verið að reyna að vinna á þeirri húsnæðiseklu sem verið hefur í bænum að undanförnu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024