Skýjað og þurrt
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir austan og norðaustan 5-10 m/s. Skýjað og þurrt að kalla, en 8-13 dálítil él síðdegis. Norðaustan 8-13 á morgun og léttskýjað. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustan 8-13 m/s, en allt að 18 m/s norðvestantil á landinu og við suðausturströndina. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, annars él. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust að deginum syðst.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðaustanátt og snjókoma eða slydda, en bjartviðri að mestu sunnan- og vestantil. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, annars vægt frost.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt með lítilsháttar vætu í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Af www.vedur.is