Skýjað og súld í dag
Klukkan 9 var suðaustlæg átt, 8-13 m/s, en hægari vindur austantil á landinu. Skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta sunnan- og vestantil, en þokuloft allvíða austanlands. Hiti 1 til 9 stig, svalast við ströndina norðaustantil.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s, en heldur hægari seint á morgun. Skýjað og súld eða rigning með köflum. Hiti 5 til 10 stig.