Skýjað og súld í dag
Klukkan 6 var suðvestlæg átt, víða 13-18 m/s norðanlands, annars hægari. Skýjað með köflum og súld eða þokumóða suðvestanlands. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðvestanátt, víða 8-13 m/s. Skýjað og súld eða rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig.
Kortið er fengið af vef Veðurstofunnar og er gert kl. 19.30 í gær og á að gilda fyrir hádegi í dag.