Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað og súld
Laugardagur 27. janúar 2007 kl. 09:53

Skýjað og súld

Klukkan 6 var fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað og súld allvíða vestantil. Hiti var frá 7 stigum niður í 2 stiga frost á Eskifirði.
 
 
---------- Veðrið 27.01.2007 kl.09 ----------
   Reykjavík      Skýjað                    
   Stykkishólmur  Skýjað                    
   Bolungarvík    Alskýjað                  
   Stórhöfði      Þokumóða                  
------------------------------------------------

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 3-8 m/s og þokusúld, en sunnan 10-15 og rigning undir hádegi. Suðvestlægari og skúrir síðdegis, en hægari vestanátt og þurrt í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 og rigning í fyrramálið. Suðvestlægari síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.


Yfirlit
Grunnt lægðardrag er fyrir norðan land sem þokast A, en 993 mb lægð er á vestanverðu Grænlandshafi sem fer NA. SV af Írlandi er 1039 mb hæð sem mjakast A.


Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vaxandi suðvestanátt, 10-15 m/s og rigning S- og V-lands um og uppúr hádegi, en síðdegis um landið austanvert. Snýst í hvassa vestanátt með skúrum vestanlands þegar líður á daginn, en lægir í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 og rigning um hádegi á morgun, fyrst suðvestantil. Hiti 2 til 8 stig, en kólnar um tíma í kvöld og nótt.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024