Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað og stöku skúrir
Laugardagur 27. september 2008 kl. 09:26

Skýjað og stöku skúrir

Það viðrar ágætlega fyrir Íslandsmeistaratitil í dag. Spáð er suðvestan 5-10 m/s, skýjuðu að mestu og stöku skúrir. Hægari á morgun. Hiti 5 til 10 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á mánudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast og víða skúrir eða dálítil rigning, einkum um austanvert landið. Hiti 3 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum, rigning sunnan- og vestanlands, slydda fyrir norðan, en úrkomulítið austanlands. Kólnandi veður, einkum norðantil.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt með slyddu eða snjókomu norðantil, en bjart með köflum og þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri, einkum norðantil.

Á föstudag:
Fremur hæg breytileg eða austlæg átt og dálítil væta. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Hvassari suðaustanátt með rigningu, einkum sunnan- og vestanlands og hlýnandi veður.