Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað og stöku skúrir
Laugardagur 16. ágúst 2008 kl. 09:36

Skýjað og stöku skúrir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

 

Suðlæg átt 5-10 m/s, en 10-18 allra vestast. Léttskýjað á Norðausturlandi, en annars skýjað að mestu og sums staðar skúrir. Rigning á Vestfjörðum og annesjum vestantil um og uppúr hádegi í dag og víða vestan- og sunnanlands á morgun. Hiti 12 til 20 stig að deginum, hlýjast á Norðausturlandi.

Faxaflói: Suðaustan 8-13 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir, en sunnan 10-18 vestast og rigning af og til. Suðaustan 5-10 á morgun og rigning. Hiti 10 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

 

Á mánudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt. Rigning eða skúrir um landið vestanvert, en þurrt að mestu austantil. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands.

 

Á þriðjudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt. Vætusamt austantil á landinu, en þurrt og bjart á köflum vestantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast suðvestantil.

 

Á miðvikudag:

Hægviðri og skýjað með köflum eða léttskýjað. Áfram hlýtt í veðri.

 

Á fimmtudag og föstudag:

Suðlæg átt og vætusamt sunnan- og vestanlands, annars þurrt og bjart á köflum.

Af vedur.is.