Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað og stöku él
Þriðjudagur 28. desember 2010 kl. 09:07

Skýjað og stöku él

Suðvestanátt, 5-10 m/s norðvestanlands, en annars hægari. Skýjað að mestu og stöku él vestanlands, en þykknar smám saman upp suðaustantil með dálítilli rigningu eða slyddu eftir hádegi. Vestan 5-13 á morgun, stöku él vestanlands og á annesjum norðaustanlands, en annars víða bjart veður. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost inn til landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Suðvestan 3-8, en vestlægari 5-10 í kvöld og á morgun. Skýjað og stöku él. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 3-5, en vestlægari 5-8 í kvöld og á morgun. Skýjað og stöku él. Hiti 1 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning, en þurrt að mestu á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum á austanverðu landinu.

Á föstudag (gamlársdagur):
Hæg breytileg átt, en austlæg átt 5-10 m/s síðdegis og víða dálítil úrkoma. Heldur kólnandi.

Á laugardag:
Mild suðlæg átt með vætu SV-til, en frost 1 til 8 stig og léttskýjað N- og A-lands.

Á sunnudag:
Suðvestanátt og rigning eða súld, en þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Milt í veðri.

Á mánudag:
Útlit fyrir vestan og norðvestan átt með vætu á vestanverðu landinu. Heldur kólnandi.