Skýjað og rignir síðari hluta dags
Veðurhorfur við Faxaflóa í dag
Hægviðri og skýjað, en gengur í suðaustan 10-18 m/s rigningu undir kvöld. Suðlæg átt, 3-8 og skúrir á morgun. Hiti 4 til 12 stig.
Veðurhorfur næstu daga
laugardag:
Austlæg átt, kaldi við norður- og austurströndina, en víða hæg annars staðar. Væta öðru hverju, einkum suðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast vestanlands.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-13 m/s, rigning austanlands og skúrir við norðurströndina, en þurrt og milt á Vestur- og Suðvesturlandi.