Skýjað og rigning
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir suðaustlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s og víða dálítilli rigningu eða súld, en þurrt að mestu norðaustanlands. Austan 3-8 m/s og skýjað með köflum á morgun, en þokuloft eða súld úti með norður- og austurströndinni. Hiti 8 til 14 stig í dag, en heldur svalara á morgun.