Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað og hægviðri í dag
Þriðjudagur 18. október 2005 kl. 09:29

Skýjað og hægviðri í dag

Klukkan 6 var hæg breytileg átt, skýjað og víða þokuloft og dálítil súld við ströndina. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast SV-lands.

Yfirlit:
Um 800 km S af landinu er nærri kyrrstæð 998 mb lægð, en yfir Grænlandi er heldur vaxandi 1030 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg austlæg átt, skýjað og þurrt en víða þoka við norður- og austurströndina. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast suðvestanlands. Norðaustan 8-13 á morgun og dálítil rigning og síðar slydda norðaustantil, en þurrt S- og V-lands. Heldur kólnandi.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:

Austan 3-8 m/s og skýjað. Hiti 7 til 13 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024