Skýjað með köflum í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu. Skýjað að mestu suðaustantil, en bjartviðri norðanlands. Annars skýjað með köflum, en sums staðar þokubakkar austantil, einkum í nótt. Gengur í austan 10-15 m/s við suðurströndina í nótt og þykknar upp. Hiti 12 til 18 stig að deginum, en heldur svalara á annesjum norðan- og austanlands.