Skýjað með köflum á morgun
Í kvöld kl. 21 var norðvestlæg átt, allt að 13 m/s með suðurströndinni, en annars hægari. Skúrir eða rigning víða um land, en léttskýjað á Suðausturlandi. Hiti 5 til 13 stig, svalast á Norðausturhorninu en hlýjast í Akurnesi.
Yfirlit: Yfir Austfjörðum er 1007 mb smálægð sem þokast A og grynnist, en S af Írlandi er víðáttumikil 1034 mb hæð. Dálítil hæðarhryggur verður yfir landinu á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Suðvestan og vestan 5-10 m/s, en hægari breytileg átt á Norður- og Austurlandi. Skúrir norðan- og vestantil. Hæg vestlæg átt á morgun og skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðaustan og austanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Vestan 5-10 m/s og skúrir, en hæg vestlæg átt á morgun og skýjað með köflum. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring: Vestlæg átt, 3-8 m/s og þurrt að kalla. Hiti 8 til 13 stig.
Yfirlit: Yfir Austfjörðum er 1007 mb smálægð sem þokast A og grynnist, en S af Írlandi er víðáttumikil 1034 mb hæð. Dálítil hæðarhryggur verður yfir landinu á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Suðvestan og vestan 5-10 m/s, en hægari breytileg átt á Norður- og Austurlandi. Skúrir norðan- og vestantil. Hæg vestlæg átt á morgun og skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðaustan og austanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Vestan 5-10 m/s og skúrir, en hæg vestlæg átt á morgun og skýjað með köflum. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring: Vestlæg átt, 3-8 m/s og þurrt að kalla. Hiti 8 til 13 stig.