Skýjað með köflum
Hæg vestlæg átt verður við Faxaflóa í dag og skýjað með köflum, en hætt við þokulofti í nótt. Hiti 11 til 18 stig.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og súld með köflum S- og V-lands, en annars bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-til.
Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt, 8-13 m/s og rigning víða um land, en mun hægara og bjart NA-lands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á NA-landi.
Á sunnudag og mánudag:
Suðvestlæg átt og víða dálítil væta, en þurrt að kalla NA-til. Áfram milt veður.