Skýjað í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, 5-10 m/s suðvestan- og vestanlands, en annars fremur hæg. Skýjað víðast hvar og dálítil væta við suður- og austurströndina. Hægviðri eða hafgola á morgun og hálfskýjað eða skýjað. Lítilsháttar rigning öðru hverju sunnan- og suðvestanlands fyrri part dagsins. Hiti 8 til 15 stig, svalast við austurströndina.