Skýjað í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 5-10 m/s. Rigning eða súld um landið norðan- og austanvert, en skýjað að mestu og stöku skúrir annars staðar. Bætir heldur í vind austantil með kvöldinu. Hægt minnkandi norðvestan átt á morgun, bjartviðri sunnalands, en dregur smám saman úr úrkomu í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 11 stig um landið norðanvert, en 9 til 15 stig sunnanlands.