Skýjað í dag
Veðurspá fyrir Faxaflóa : Í dag verður norðvestan og vestan 3-8 og skýjað að mestu, hiti 10 til 16 stig.
Suðlægari vindar í nótt og smásúld.
Á morgun verður suðaustan 8-15, rigning síðdegis og heldur svalara en í dag.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað og dálítil væta norðaustantil, en suðaustan 8-15 og rigning seinni part dags á vestanverðu landinu. Hiti 8 til 15 stig.
Á sunnudag:
Sunnan 5-10 og rigning víðast hvar, en þó minnst norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á mánudag:
Norðan og norðvestan 5-13. Rigning um norðanvert landið en úrkomulítið sunnanlands. Kólnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðanátt með rigningu um norðan- og austanvert landið. Annars skýjað með köflum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Á fimmtudag:
Hæg norðan átt. Súld norðaustantil en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti svipaður.